Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:01 Sigurður Bragason og leikmenn hans eru á eftir þrennunni en það reynir á liðið þegar það er spilað mjög þétt í úrslitakeppninni. Vísir/Diego Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira