Ósýnilegu láglaunakonurnar Agnieszka Ewa Ziółkowska skrifar 3. maí 2023 11:30 Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun