Handbolti

Andri Snær hættur með KA/Þór

Sindri Sverrisson skrifar
KA/Þór komst á spjöld sögunnar undir stjórn Andra sem stýrði liðinu til fyrstu stóru titlanna í sögu þess.
KA/Þór komst á spjöld sögunnar undir stjórn Andra sem stýrði liðinu til fyrstu stóru titlanna í sögu þess. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn.

Í tilkynnningu frá KA/Þór segir að Andri hafi sjálfur tekið ákvörðun um að hætta og ekki er ljóst hver kemur til með að taka við liðinu.

KA/Þór vann alla titla sem hægt var að vinna á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Andra, veturinn 2020-21. Hann var þá að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari í efstu deild eftir að hafa sjálfur spilað með KA. 

Veturinn 2021-22 endaði KA/Þór í 3. sæti Olís-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá toppsætinu, og fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og bikarkeppninnar. 

KA/Þór missti hins vegar marga lykilmenn eftir það tímabil og endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vor, og féll svo úr leik gegn Stjörnunni í úrslitakeppninni eftir oddaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×