„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 23:01 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í kvöld. Vísir/Bára „Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08