Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Helga Vala Helgadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:30 Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Geðheilbrigði Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun