Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Viðar Eggertsson skrifar 25. apríl 2023 16:00 Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. Þar kemur skýrt fram að það er alvarleg húsnæðiskreppa á Íslandi og kjör leigjenda eru hrikaleg sem bitnar skelfilega á veikum hópum: þeim sem eru á lægstu laununum, fjölskyldufólki, örorkulífeyristökum og ellilífeyristökum. Og ástandið fer hríðversnandi. Því þessir hópar eru í raun fastir í óðaverðbólgu sem hækkar leigu á íbúðarhúsnæði í hverjum einasta mánuði. Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt. Það er nánast ómögulegt að fólk komist af leigumarkaði eftir því sem það verður eldra, því fer þeim sífjölgandi sem eru í þeirri stöðu. En einungis innan við 1 af hverjum 10 leigjendum vilja vera á leigumarkaði – skiljanlega! Æ meiri skortur á leiguhúsnæði neyðir fólk til að taka sér bólfestu í óleyfishúsnæði og skorturinn skrúfar upp leiguverðið í hverjum einasta mánuði. Því leigjendum gefst ekki annað en að beygja sig undir óásættanlega samninga sem eru í raun einhliða ákvörðun leigusalans. Því lög um vísitölutengingu á húsaleigu voru afnumin árið 1999. Það eru fyrirtæki sem gera grimmilega út á húsnæðismarkaðinn og hafa rakað að sér æ stærri hluta hans og bjóða leigjendum afarkosti – afarkosti á að eiga sér heimili; grunnþörf hvers manns. 2/3 allra íbúða frá árinu 2005 hafa verið keyptar af fjárfestum – í þeim eina tilgangi að hagnast á þeim. Það er full ástæða til að Alþingi hætti að draga lappirnar í neyð leigjenda. Því ber að taka vafningalaust fyrir mál leigjenda og stöðu þeirra á Íslandi af fullri alvöru og þunga. Leigjendur geta ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Leigumarkaður Börn og uppeldi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. Þar kemur skýrt fram að það er alvarleg húsnæðiskreppa á Íslandi og kjör leigjenda eru hrikaleg sem bitnar skelfilega á veikum hópum: þeim sem eru á lægstu laununum, fjölskyldufólki, örorkulífeyristökum og ellilífeyristökum. Og ástandið fer hríðversnandi. Því þessir hópar eru í raun fastir í óðaverðbólgu sem hækkar leigu á íbúðarhúsnæði í hverjum einasta mánuði. Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt. Það er nánast ómögulegt að fólk komist af leigumarkaði eftir því sem það verður eldra, því fer þeim sífjölgandi sem eru í þeirri stöðu. En einungis innan við 1 af hverjum 10 leigjendum vilja vera á leigumarkaði – skiljanlega! Æ meiri skortur á leiguhúsnæði neyðir fólk til að taka sér bólfestu í óleyfishúsnæði og skorturinn skrúfar upp leiguverðið í hverjum einasta mánuði. Því leigjendum gefst ekki annað en að beygja sig undir óásættanlega samninga sem eru í raun einhliða ákvörðun leigusalans. Því lög um vísitölutengingu á húsaleigu voru afnumin árið 1999. Það eru fyrirtæki sem gera grimmilega út á húsnæðismarkaðinn og hafa rakað að sér æ stærri hluta hans og bjóða leigjendum afarkosti – afarkosti á að eiga sér heimili; grunnþörf hvers manns. 2/3 allra íbúða frá árinu 2005 hafa verið keyptar af fjárfestum – í þeim eina tilgangi að hagnast á þeim. Það er full ástæða til að Alþingi hætti að draga lappirnar í neyð leigjenda. Því ber að taka vafningalaust fyrir mál leigjenda og stöðu þeirra á Íslandi af fullri alvöru og þunga. Leigjendur geta ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar