Fræðsla gegn fordómum Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 25. apríl 2023 10:30 Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun