Fræðsla gegn fordómum Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 25. apríl 2023 10:30 Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun