Segja HSÍ halda Val í gíslingu: „Þetta eru galin vinnubrögð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 13:20 Snorri Steinn Guðjónsson hefur tvisvar sinnum gert Val að Íslandsmeisturum. vísir/hulda margrét Munu ummæli Dags Sigurðssonar um forráðamenn HSÍ fæla erlenda þjálfara frá starfi landsliðsþjálfara Íslands? Þetta var meðal þess sem Arnar Daði Arnarsson og gestir hans veltu fyrir sér í Handkastinu. Þeir sögðu einnig að HSÍ héldi Val í gíslingu. Fyrr í vikunni fór Dagur í viðtal við Vísi sem hefur vakið mikla athygli. Þar bar hann forráðamönnum HSÍ ekki vel söguna, gagnrýndi þá fyrir fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur meðal annars. Dagur fór á fundinn, sem á endanum fór reyndar ekki fram á kaffihúsi, fyrir fimm vikum en hefur síðan ekkert heyrt í forráðamönnum HSÍ. Þeir ræddu einnig við Svíann Michael Apelgren og Snorra Stein Guðjónsson. Tíminn til að ráða þann fyrrnefnda er runninn út ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleift að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. Svo virðist sem það sé vilji hjá HSÍ að ráða erlendan landsliðsþjálfara og meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi eru Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs. Arnar Daði velti þeirri spurningu upp í Handkastinu hvort ummæli jafn stórs aðila í handboltaheiminum og Dags hefðu fælingarmátt í för með sér. „Ætli þessi orð Dags Sigurðssonar hafi áhrif á stöðu HSÍ til að finna topp þjálfara?“ sagði Arnar Daði. „Dagur varð Evrópumeistari með Þjóðverjum. Það var ekkert smá dæmi. Auðvitað munu erlendir þjálfarar hugsa sig um og heyra í Degi. En ég held að á endanum muni erlendur þjálfari aldrei þjálfa þetta lið,“ sagði Davíð Már Kristinsson sem var gestur Arnars Daða ásamt Hrannari Guðmundssyni. Sá síðastnefndi botnar lítið í vinnubrögðum HSÍ síðustu vikurnar. Bara möguleikar í neðsta flokki „Í byrjun, fyrir 5-6 vikum, var talað við Apelgren, Dag og Snorra. Hvaða nöfn hafa komið upp síðan, Christian Berge. Hvað var verið að gera í þessar fjórar vikur? Af hverju var ekki hringt í Snorra og Dag og sagt, við ætlum ekki að nota ykkur,“ sagði Hrannar. „Þeir eru búnir að segja óbeint að Dagur og Snorri séu ekki möguleikar nema þeir séu í lægsta flokki, ef allt klikkar. Þeir voru boðaðir á fund fyrir fimm viku.“ Snorri er samningsbundinn Val og Hrannar sagði að HSÍ hefði sett hann og félagið hans í erfiða stöðu. „Að halda Val í gíslingu. Hvenær verður hann ráðinn? Í júlí,“ sagði Hrannar. „Snorri verður að fá svör sem fyrst,“ bætti Davíð við. „Þetta eru galin vinnubrögð og það má ekki gleyma því að HSÍ eru félögin og þarna er HSÍ enn og aftur að skíta í heyið.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 50:00. Landslið karla í handbolta Handkastið Valur HSÍ Tengdar fréttir Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Fyrr í vikunni fór Dagur í viðtal við Vísi sem hefur vakið mikla athygli. Þar bar hann forráðamönnum HSÍ ekki vel söguna, gagnrýndi þá fyrir fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur meðal annars. Dagur fór á fundinn, sem á endanum fór reyndar ekki fram á kaffihúsi, fyrir fimm vikum en hefur síðan ekkert heyrt í forráðamönnum HSÍ. Þeir ræddu einnig við Svíann Michael Apelgren og Snorra Stein Guðjónsson. Tíminn til að ráða þann fyrrnefnda er runninn út ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleift að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. Svo virðist sem það sé vilji hjá HSÍ að ráða erlendan landsliðsþjálfara og meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi eru Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs. Arnar Daði velti þeirri spurningu upp í Handkastinu hvort ummæli jafn stórs aðila í handboltaheiminum og Dags hefðu fælingarmátt í för með sér. „Ætli þessi orð Dags Sigurðssonar hafi áhrif á stöðu HSÍ til að finna topp þjálfara?“ sagði Arnar Daði. „Dagur varð Evrópumeistari með Þjóðverjum. Það var ekkert smá dæmi. Auðvitað munu erlendir þjálfarar hugsa sig um og heyra í Degi. En ég held að á endanum muni erlendur þjálfari aldrei þjálfa þetta lið,“ sagði Davíð Már Kristinsson sem var gestur Arnars Daða ásamt Hrannari Guðmundssyni. Sá síðastnefndi botnar lítið í vinnubrögðum HSÍ síðustu vikurnar. Bara möguleikar í neðsta flokki „Í byrjun, fyrir 5-6 vikum, var talað við Apelgren, Dag og Snorra. Hvaða nöfn hafa komið upp síðan, Christian Berge. Hvað var verið að gera í þessar fjórar vikur? Af hverju var ekki hringt í Snorra og Dag og sagt, við ætlum ekki að nota ykkur,“ sagði Hrannar. „Þeir eru búnir að segja óbeint að Dagur og Snorri séu ekki möguleikar nema þeir séu í lægsta flokki, ef allt klikkar. Þeir voru boðaðir á fund fyrir fimm viku.“ Snorri er samningsbundinn Val og Hrannar sagði að HSÍ hefði sett hann og félagið hans í erfiða stöðu. „Að halda Val í gíslingu. Hvenær verður hann ráðinn? Í júlí,“ sagði Hrannar. „Snorri verður að fá svör sem fyrst,“ bætti Davíð við. „Þetta eru galin vinnubrögð og það má ekki gleyma því að HSÍ eru félögin og þarna er HSÍ enn og aftur að skíta í heyið.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 50:00.
Landslið karla í handbolta Handkastið Valur HSÍ Tengdar fréttir Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00