Er barnið þitt í ofbeldissambandi? Drífa Snædal skrifar 19. apríl 2023 18:31 Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar