Hamingjan er hér & nú Bára Mjöll Þórðardóttir skrifar 13. apríl 2023 08:41 „Lífið er ferðalag, ekki áfangastaður; og hamingjan er ekki þar heldur hér; ekki á morgun, heldur í dag.“ (Sidney Greenberg). Þann 20. mars síðastliðinn var Alþjóða hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur, en hann hefur verið haldinn undanfarin 10 ár til að minna á mikilvægi hamingjunnar í lífi okkar allra. Á þeim degi var einnig gefin út skýrslan “World Happiness Report 2023”, sem inniheldur niðurstöður könnunar á hamingju meðal þjóða heims. Ísland hefur verið meðal efstu landa síðastliðin ár en þó eru teikn á lofti um að hamingja okkar fari dvínandi og þá sérstaklega meðal ungs fólks sem er alvarleg þróun. Öll viljum við vera hamingjusöm. En hvaða þættir eru það sem raunverulega hafa áhrif á vellíðan okkar og hamingju og fá okkur til að blómstra í lífinu? Mörg okkar hafa hugsað með sér að þegar ákveðnu takmarki er náð, eins og þegar við útskrifumst, eignumst nýjan bíl, fáum stöðuhækkun eða kaupum nýtt hús þá verðum við sko hamingjusöm. En hamingjan er ekki áfangastaður, eða eitthvað sem við öðlumst í framtíðinni. Hamingjan er hugarástand sem við getum ræktað á líðandi stundu, óháð ytri aðstæðum okkar. Jákvæð sálfræði Jákvæð sálfræði er vísindagrein innan sálfræðinnar sem kom fram um síðustu aldamót. Lögð er rík áhersla á rannsóknir á jákvæðum eiginleikum fólks sem miða að því að skilja, kanna, uppgötva og efla þá þætti sem gera einstaklingum og samfélögum kleift að dafna og blómstra. Meðal viðfangsefna jákvæðrar sálfræði eru styrkleikar, gildi, jákvæðar tilfinningar, hamingja, vellíðan, bjartsýni, von, þakklæti, þrautseigja, sköpunargáfa, hugrekki og hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Síðastliðin 20 ár hefur fókusinn færst frá því að vera að mestu leyti á það sem er að, eða þarf að laga, yfir í að finna og hlúa að styrkleikum fólks og gera líf þess innihaldsríkara. En hvernig aukum við vellíðan og hamingju? Jákvæð inngrip Jákvæð inngrip eru æfingar sem hafa það að markmiði að auka vellíðan og hamingju og byggja á rannsóknum á því sem eykur vellíðan. Jákvæð inngrip hafa gefið góða raun í að auka vellíðan og hamingju, en auk þess að hafa jákvæð áhrif á andlega líðan fólks hafa jákvæð inngrip einnig dregið úr þunglyndiseinkennum hjá fólki. Þó ert vert að hafa í huga að ef inngripin eru gerð með það að markmiði að laga eitthvað, draga úr einhverju eða lækna eitthvað þá flokkast þau ekki sem jákvæð inngrip. Markmiðið þarf alltaf að vera að auka vellíðan svo það flokkist sem jákvætt inngrip. Til eru margar tegundir af jákvæðum inngripum eins og til að mynda æfingarnar þrír góðir hlutir, að greina styrkleika sína og nota einn styrkleika með nýjum hætti, að skrifa þakklætisbréf, ég á góðri stundu í framtíðinni, að gera fimm góðverk á einum degi og hreyfing til að auka vellíðan. Þrír góðir hlutir Þessi æfing gengur út á það að við rifjum upp þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn og skrifum þá niður auk þess að við veltum fyrir okkur hvað orsakaði þessa góðu hluti og hver þáttur okkar var í þeim. Þetta gerum við á hverjum degi í eina viku. Við erum almennt gjarnari á að taka meira eftir neikvæðum hlutum yfir daginn en í þessari æfingu erum við að fókusa á það jákvæða sem gerðist yfir daginn og þess vegna er þessi æfing góð. Rannsóknir sýna að þessi æfing eykur hamingju og dregur úr einkennum þunglyndis. Áhrifin eru mælanleg eftir aðeins eina viku af þessari æfingu og eru enn mælanleg sex mánuðum eftir að æfingavikunni lýkur. Áhrifin vara lengur ef haldið er áfram að gera æfinguna. Að greina styrkleika sína og nota með nýjum hætti Þessi æfing gengur út á það að við greinum helstu styrkleika okkar. Þegar því er lokið veljum við einn styrkleika og notum hann með nýjum hætti á hverjum degi í eina viku. Rannsóknir sýna að þessi æfing eykur hamingju og dregur úr einkennum þunglyndis og eru áhrifin enn mælanleg sex mánuðum eftir að æfingunni lýkur. Áhrifin vara lengur ef haldið er áfram að gera æfinguna. Þakklætisbréf Þessi æfing gengur út á að við skrifum ákveðinni manneskju sem hefur haft jákvæð áhrif á líf okkar og sýnt okkur góðvild á einhvern hátt, þakklætisbréf þar sem viðkomandi manneskju er þakkað fyrir það sem hún gerði fyrir okkur, því lýst og hvaða áhrif það hafði á líf okkar. Mælt er með því að við lesum svo þakklætisbréfið fyrir viðkomandi eða sendum það til manneskjunnar í pósti. Vert er að taka fram að þessi æfing virkar þrátt fyrir að bréfið sé ekki sent til viðkomandi manneskju. Rannsóknir sýna að þessi æfing getur dregið úr þunglyndi og aukið vellíðan til lengri tíma (eða í um mánuð eftir að hún er framkvæmd). Ég á góðri stundu í framtíðinni Þessi æfing gengur út á það að við sjáum okkur fyrir okkur eftir ákveðinn tíma, t.d. 1 ár, ímyndum okkur að lífið sé búið að ganga mjög vel og við búum við betri aðstæður en í dag. Hvernig myndi líf okkar líta út? Rannsóknir sýna að þessi æfing getur aukið bjartsýni og hjálpað fólki að setja sér markmið varðandi það sem skiptir það máli. Að gera fimm góðverk á einum degi Þessi æfing gengur út á það að við sýnum góðvild í garð annarra með því að gera fimm góðverk. Æfingin hefur mun meiri áhrif ef góðverkin eru mismunandi og eru öll framkvæmd á sama degi í stað þess að þeim sé dreift yfir vikutíma. Rannsóknir sýna að þessi æfing getur aukið sjálfsvirðingu, jákvæð félagsleg samskipti og vellíðan. Hreyfing til að auka vellíðan Þessi æfing gengur út á það að við hreyfum okkur í að lágmarki 30 mínútur daglega í viku. Mikilvægt er að við finnum hreyfingu sem við höfum gaman að og hún sé fjölbreytt. Rannsóknir sýna að líkamleg hreyfing eykur jákvæðar tilfinningar, sem eru m.a. lykillinn að langlífi, enregluleg hreyfing tengist til að mynda meiri hamingju, sjálfsáliti og ánægju með lífið. Einnig hefur verið sýnt fram á að líkamleg hreyfing dregur m.a. úr hættu á offitu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2, beinþynningu, háum blóðþrýstingi og minnkar líkur á að fólk fái þunglyndi. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur enn frekar aðferðir jákvæðrar sálfræði og prófa ykkur áfram með hinar ýmsu æfingar sem falla undir jákvæð inngrip. Jákvæð inngrip gagnast öllum sem vilja auka vellíðan sína en rannsóknir hafa sýnt fram á að jákvæð inngrip sem vara lengur en 4 vikur og skemur en 12 vikur hafa tilhneigingu til að gefa betri niðurstöður. Setjum hamingju okkar og vellíðan í fyrsta sæti. Hamingjusamara fólk hefur tilhneigingu til að vera meira skapandi, halda lengur út við verkefni, vera bjartsýnna, lifa lengur, vera minna viðkvæmt fyrir veikindum, gefa meira af sér félagslega, ásamt því að vera síður fjandsamlegt og sjálfhverft. Með því að umfaðma ferðalag lífsins og einblína á núið getum við fundið hamingjuna í litlu augnablikum hversdagsleikans. Við getum til að mynda notið félagsskapar ástvina, haldið hurðinni opinni fyrir einhvern, þakkað fyrir heita vatnið í krananum, sent jákvæð skilaboð, brosað til ókunnugra, notið góðrar máltíðar, gefið hrós, verið meðvituð í hreyfingu dagsins eða metið fegurð náttúrunnar. Allt þetta og svo margt meira til getur hjálpað okkur að lifa innihaldsríkara lífi, í stað þess að vera stöðugt að leita að því sem gæti eða gæti ekki fært okkur hamingju í framtíðinni. Hamingjan er hér og nú og við erum lykillinn að okkar eigin hamingu. Höfundur er stjórnendaráðgjafi hjá Langbrók ráðgjöf og nemi í MA diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
„Lífið er ferðalag, ekki áfangastaður; og hamingjan er ekki þar heldur hér; ekki á morgun, heldur í dag.“ (Sidney Greenberg). Þann 20. mars síðastliðinn var Alþjóða hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur, en hann hefur verið haldinn undanfarin 10 ár til að minna á mikilvægi hamingjunnar í lífi okkar allra. Á þeim degi var einnig gefin út skýrslan “World Happiness Report 2023”, sem inniheldur niðurstöður könnunar á hamingju meðal þjóða heims. Ísland hefur verið meðal efstu landa síðastliðin ár en þó eru teikn á lofti um að hamingja okkar fari dvínandi og þá sérstaklega meðal ungs fólks sem er alvarleg þróun. Öll viljum við vera hamingjusöm. En hvaða þættir eru það sem raunverulega hafa áhrif á vellíðan okkar og hamingju og fá okkur til að blómstra í lífinu? Mörg okkar hafa hugsað með sér að þegar ákveðnu takmarki er náð, eins og þegar við útskrifumst, eignumst nýjan bíl, fáum stöðuhækkun eða kaupum nýtt hús þá verðum við sko hamingjusöm. En hamingjan er ekki áfangastaður, eða eitthvað sem við öðlumst í framtíðinni. Hamingjan er hugarástand sem við getum ræktað á líðandi stundu, óháð ytri aðstæðum okkar. Jákvæð sálfræði Jákvæð sálfræði er vísindagrein innan sálfræðinnar sem kom fram um síðustu aldamót. Lögð er rík áhersla á rannsóknir á jákvæðum eiginleikum fólks sem miða að því að skilja, kanna, uppgötva og efla þá þætti sem gera einstaklingum og samfélögum kleift að dafna og blómstra. Meðal viðfangsefna jákvæðrar sálfræði eru styrkleikar, gildi, jákvæðar tilfinningar, hamingja, vellíðan, bjartsýni, von, þakklæti, þrautseigja, sköpunargáfa, hugrekki og hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Síðastliðin 20 ár hefur fókusinn færst frá því að vera að mestu leyti á það sem er að, eða þarf að laga, yfir í að finna og hlúa að styrkleikum fólks og gera líf þess innihaldsríkara. En hvernig aukum við vellíðan og hamingju? Jákvæð inngrip Jákvæð inngrip eru æfingar sem hafa það að markmiði að auka vellíðan og hamingju og byggja á rannsóknum á því sem eykur vellíðan. Jákvæð inngrip hafa gefið góða raun í að auka vellíðan og hamingju, en auk þess að hafa jákvæð áhrif á andlega líðan fólks hafa jákvæð inngrip einnig dregið úr þunglyndiseinkennum hjá fólki. Þó ert vert að hafa í huga að ef inngripin eru gerð með það að markmiði að laga eitthvað, draga úr einhverju eða lækna eitthvað þá flokkast þau ekki sem jákvæð inngrip. Markmiðið þarf alltaf að vera að auka vellíðan svo það flokkist sem jákvætt inngrip. Til eru margar tegundir af jákvæðum inngripum eins og til að mynda æfingarnar þrír góðir hlutir, að greina styrkleika sína og nota einn styrkleika með nýjum hætti, að skrifa þakklætisbréf, ég á góðri stundu í framtíðinni, að gera fimm góðverk á einum degi og hreyfing til að auka vellíðan. Þrír góðir hlutir Þessi æfing gengur út á það að við rifjum upp þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn og skrifum þá niður auk þess að við veltum fyrir okkur hvað orsakaði þessa góðu hluti og hver þáttur okkar var í þeim. Þetta gerum við á hverjum degi í eina viku. Við erum almennt gjarnari á að taka meira eftir neikvæðum hlutum yfir daginn en í þessari æfingu erum við að fókusa á það jákvæða sem gerðist yfir daginn og þess vegna er þessi æfing góð. Rannsóknir sýna að þessi æfing eykur hamingju og dregur úr einkennum þunglyndis. Áhrifin eru mælanleg eftir aðeins eina viku af þessari æfingu og eru enn mælanleg sex mánuðum eftir að æfingavikunni lýkur. Áhrifin vara lengur ef haldið er áfram að gera æfinguna. Að greina styrkleika sína og nota með nýjum hætti Þessi æfing gengur út á það að við greinum helstu styrkleika okkar. Þegar því er lokið veljum við einn styrkleika og notum hann með nýjum hætti á hverjum degi í eina viku. Rannsóknir sýna að þessi æfing eykur hamingju og dregur úr einkennum þunglyndis og eru áhrifin enn mælanleg sex mánuðum eftir að æfingunni lýkur. Áhrifin vara lengur ef haldið er áfram að gera æfinguna. Þakklætisbréf Þessi æfing gengur út á að við skrifum ákveðinni manneskju sem hefur haft jákvæð áhrif á líf okkar og sýnt okkur góðvild á einhvern hátt, þakklætisbréf þar sem viðkomandi manneskju er þakkað fyrir það sem hún gerði fyrir okkur, því lýst og hvaða áhrif það hafði á líf okkar. Mælt er með því að við lesum svo þakklætisbréfið fyrir viðkomandi eða sendum það til manneskjunnar í pósti. Vert er að taka fram að þessi æfing virkar þrátt fyrir að bréfið sé ekki sent til viðkomandi manneskju. Rannsóknir sýna að þessi æfing getur dregið úr þunglyndi og aukið vellíðan til lengri tíma (eða í um mánuð eftir að hún er framkvæmd). Ég á góðri stundu í framtíðinni Þessi æfing gengur út á það að við sjáum okkur fyrir okkur eftir ákveðinn tíma, t.d. 1 ár, ímyndum okkur að lífið sé búið að ganga mjög vel og við búum við betri aðstæður en í dag. Hvernig myndi líf okkar líta út? Rannsóknir sýna að þessi æfing getur aukið bjartsýni og hjálpað fólki að setja sér markmið varðandi það sem skiptir það máli. Að gera fimm góðverk á einum degi Þessi æfing gengur út á það að við sýnum góðvild í garð annarra með því að gera fimm góðverk. Æfingin hefur mun meiri áhrif ef góðverkin eru mismunandi og eru öll framkvæmd á sama degi í stað þess að þeim sé dreift yfir vikutíma. Rannsóknir sýna að þessi æfing getur aukið sjálfsvirðingu, jákvæð félagsleg samskipti og vellíðan. Hreyfing til að auka vellíðan Þessi æfing gengur út á það að við hreyfum okkur í að lágmarki 30 mínútur daglega í viku. Mikilvægt er að við finnum hreyfingu sem við höfum gaman að og hún sé fjölbreytt. Rannsóknir sýna að líkamleg hreyfing eykur jákvæðar tilfinningar, sem eru m.a. lykillinn að langlífi, enregluleg hreyfing tengist til að mynda meiri hamingju, sjálfsáliti og ánægju með lífið. Einnig hefur verið sýnt fram á að líkamleg hreyfing dregur m.a. úr hættu á offitu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2, beinþynningu, háum blóðþrýstingi og minnkar líkur á að fólk fái þunglyndi. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur enn frekar aðferðir jákvæðrar sálfræði og prófa ykkur áfram með hinar ýmsu æfingar sem falla undir jákvæð inngrip. Jákvæð inngrip gagnast öllum sem vilja auka vellíðan sína en rannsóknir hafa sýnt fram á að jákvæð inngrip sem vara lengur en 4 vikur og skemur en 12 vikur hafa tilhneigingu til að gefa betri niðurstöður. Setjum hamingju okkar og vellíðan í fyrsta sæti. Hamingjusamara fólk hefur tilhneigingu til að vera meira skapandi, halda lengur út við verkefni, vera bjartsýnna, lifa lengur, vera minna viðkvæmt fyrir veikindum, gefa meira af sér félagslega, ásamt því að vera síður fjandsamlegt og sjálfhverft. Með því að umfaðma ferðalag lífsins og einblína á núið getum við fundið hamingjuna í litlu augnablikum hversdagsleikans. Við getum til að mynda notið félagsskapar ástvina, haldið hurðinni opinni fyrir einhvern, þakkað fyrir heita vatnið í krananum, sent jákvæð skilaboð, brosað til ókunnugra, notið góðrar máltíðar, gefið hrós, verið meðvituð í hreyfingu dagsins eða metið fegurð náttúrunnar. Allt þetta og svo margt meira til getur hjálpað okkur að lifa innihaldsríkara lífi, í stað þess að vera stöðugt að leita að því sem gæti eða gæti ekki fært okkur hamingju í framtíðinni. Hamingjan er hér og nú og við erum lykillinn að okkar eigin hamingu. Höfundur er stjórnendaráðgjafi hjá Langbrók ráðgjöf og nemi í MA diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun