Engir eftirbátar Norðmanna Sólveig Kr. Bergmann skrifar 12. apríl 2023 13:30 Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun