Málefni Hamarshallarinnar í Hveragerði – Nú verður skynsemin að ráða för Hjalti Helgason skrifar 12. apríl 2023 07:31 Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hamar Hveragerði Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar