Áskoranir málsvara Gyðinga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 08:01 Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar