Handbolti

Viktor Gísli varði vel þegar Nantes vann toppliðið

Hjörvar Ólafsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson var á sínum staða á milli stanganna hjá Nantes í kvöld. 
Viktor Gísli Hallgrímsson var á sínum staða á milli stanganna hjá Nantes í kvöld.  VÍSIR/VILHELM

Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot þegar lið hans, Nantes, skellti toppliði frönsku efstu deildarinnar í handbolta karla, Montpellier, 29-28 í kvöld.

Nantes minnkaði með þessum sigri forskot Montpellier á toppi deildarinnar niður í eitt stig en Nantes og PSG eru jöfn að stigum með 39 stig í öðru til þriðja sæti deildinnar.  

Kristján Örn Kristjánsson skoraði svo fjögur mörk fyrir PAUC þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Dunkerque, 32:29, á útivelli PAUC situr í 10. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 23 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×