Golf

Keppni á Masters hefst að nýju í hádeginu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tiger verður á skjánum í hádeginu.
Tiger verður á skjánum í hádeginu. vísir/Getty

Gera þurfti hlé á öðrum keppnisdegi Masters mótsins í golfi vegna veðurs og munu þeir kylfingar sem náðu ekki að klára sinn hring hefja keppni á hádegi í dag.

Þrumuveður setti strik í reikninginn og var ákveðið að fresta keppni til morguns eftir að tré rifnuðu upp með rótum á Augusta vellinum. 

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að kylfingar verði ræstir út klukkan 12:00 á hádegi og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4.

Síðar í dag hefst svo þriðji keppnishringur og hefst útsending frá því klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4.

Brooks Koepka leiðir mótið á samtals tólf höggum undir pari en Spánverjinn Jon Rahm er skammt undan á samtals níu höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×