Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Jakob Snævar Ólafsson skrifar 6. apríl 2023 23:30 Rúnar Ingi var stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Snædís Bára Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira