Handbolti

Viktor Gísli átti bestu mark­vörslu um­ferðarinnar í Meistara­deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson átti bestu markvörslu umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti bestu markvörslu umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu. Twitter@HBCNantes

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti bestu markvörslu umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu er Nantes féll úr leik gegn Wisla Plock í vítakastkeppni síðastliðið miðvikudagskvöld.

Nantes og Wisla Plock gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna, 32-32, og niðurstaðan varð aftur jafntefli í síðari leiknum sem fór fram á miðvikudaginn, lokatölur 25-25. Því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara þar sem Wisla Plock hafði betur og er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Íslendingaliði Magdeburg.

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, tekur saman bestu tilþrif hverrar umferðar fyrir sig og tvöföld markvarsla Viktors þótti standa upp úr í umferðinni sem leið. Viktor kom þá í veg fyrir að gestirnir næðu tveggja marka forskoti þegar síðari hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður.

Vörslur Viktors má sjá í Twitter-færslu EHF hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×