Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 14:21 Lýður B. Skarphéðinsson eigandi Eins og fætur toga er sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningum. Eins og fætur toga Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða. Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða.
Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira