Hvað með umsækjendur, Bjarni Ben? Derek T. Allen skrifar 31. mars 2023 09:30 Í gær á Alþingi Íslendinga var vantrauststillögu á dómsmálaráðherra hafnað af meirihluta Alþingis. Umræðan um vinnubrögð ráðherrans hefur verið sérlega hituð undanfarið og að miklu leyti hefur gleymst að hafa í huga hagsmuni umsækjanda um ríkisborgararétt til Alþingis. Þetta er það eina sem ég get sammælst fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um. Úr ræðustól gaf hann til kynna að flestir umsækjendur mættu bíða eftir niðurstöðu vegna þess að þau væru komin með atvinnuleyfi eða annars konar dvalarleyfi á milli handa. Þetta er útúrsnúningur og sem einn af þeim 136 sem sótti um (og hlaut) ríkisborgararétt í þeirri umferð þykir mér það afar mikilvægt að koma nokkrum hlutum á hreint. Eins og nokkrir ítrekuðu upp í pontu bendi ég einnig á það að um lögbrot er að ræða. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig aðstæður hvers umsækjanda voru á þeim tíma sem sótt var um. Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir afhendingu gagna frá Útlendingastofnun til Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og hindraði þingið í að sinna hlutverki sínu. Hæstvirtur ráðherra braut gegn 51. gr. þingskaparlaga og hindraði þannig störf þingsins. Ef honum líkar ekki tiltekin ákvæði laganna er það gott og gilt, en það kallar á lagabreytingu frekar en að fara eftir eigin túlkun sem stenst enga skoðun. Einnig vil ég varpa ljósi á hversu mikið liggur á lausu lofti á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Allt veltur á þessari ákvörðun. Atvinnumöguleikar, fjölskyldulífið, og framtíðin öll ráðast af því hvort þingið telji þig verðskulda ríkisborgararétt. Þó að einstaklingur sé kominn með dvalarleyfi af einhverju tagi er það ekki þessi gullni miði sem fjármálaráðherra virðist halda að það sé, enda geta forsendur dvalar á landinu breyst skyldi maður útskrifast úr námi, slíta hjúskap, missa vinnuna, o.s.frv. Ég var sjálfur á leiðinni út úr minni vinnu og fékk loksins ríkisborgararétt í hendur u.þ.b. þremur vikum áður en ég hefði átt að sækja um nýtt dvalarleyfi (og vonandi fá það veitt) eða yfirgefa landið. Ekki var hægt að bíða í mínu tilviki og ég get auðveldlega ímyndað mér að önnur voru í miklu verri stöðu, þar sem ég nýt þeirra forréttinda að koma frá lýðræðislegu landi. (Dómsmálaráðuneytið veit þetta nú þegar þar sem upplýsingar um mig og aðra umsækjendur láku til þeirra frá Útlendingastofnun). Vissulega voru sumir umsækjendur afslappaðir, en það að maður dvelji ekki ólöglega í landinu þýðir ekki að lífið sé bara hress ekkert stress. Þessi fullyrðing sýnir hversu fáfróður meirihluti okkar þings er um raunveruleika þessara umsækjanda. Það að fjármálaráðherra skuli þykjast láta sig innflytjendur varða með þessum hætti er næstum eins skammarlegt og framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli. „Hvað með umsækjendur?“ spyr hann vitandi að honum var sama um okkur þangað til það hentaði honum. Okkar þingfulltrúar hafa tekið skýra afstöðu, þess vegna skal ég líka. Sem umsækjandi harma þessa taktík fjármálaráðherra og fordæmi þau skilaboð sem þingið hefur sent til mín og allra annarra umsækjanda að boðlegt sé að brjóta á okkur. Höfundur er bara einhver útlendingur sem veit ekkert hvað hann er að tala um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í gær á Alþingi Íslendinga var vantrauststillögu á dómsmálaráðherra hafnað af meirihluta Alþingis. Umræðan um vinnubrögð ráðherrans hefur verið sérlega hituð undanfarið og að miklu leyti hefur gleymst að hafa í huga hagsmuni umsækjanda um ríkisborgararétt til Alþingis. Þetta er það eina sem ég get sammælst fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni um. Úr ræðustól gaf hann til kynna að flestir umsækjendur mættu bíða eftir niðurstöðu vegna þess að þau væru komin með atvinnuleyfi eða annars konar dvalarleyfi á milli handa. Þetta er útúrsnúningur og sem einn af þeim 136 sem sótti um (og hlaut) ríkisborgararétt í þeirri umferð þykir mér það afar mikilvægt að koma nokkrum hlutum á hreint. Eins og nokkrir ítrekuðu upp í pontu bendi ég einnig á það að um lögbrot er að ræða. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig aðstæður hvers umsækjanda voru á þeim tíma sem sótt var um. Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir afhendingu gagna frá Útlendingastofnun til Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins og hindraði þingið í að sinna hlutverki sínu. Hæstvirtur ráðherra braut gegn 51. gr. þingskaparlaga og hindraði þannig störf þingsins. Ef honum líkar ekki tiltekin ákvæði laganna er það gott og gilt, en það kallar á lagabreytingu frekar en að fara eftir eigin túlkun sem stenst enga skoðun. Einnig vil ég varpa ljósi á hversu mikið liggur á lausu lofti á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Allt veltur á þessari ákvörðun. Atvinnumöguleikar, fjölskyldulífið, og framtíðin öll ráðast af því hvort þingið telji þig verðskulda ríkisborgararétt. Þó að einstaklingur sé kominn með dvalarleyfi af einhverju tagi er það ekki þessi gullni miði sem fjármálaráðherra virðist halda að það sé, enda geta forsendur dvalar á landinu breyst skyldi maður útskrifast úr námi, slíta hjúskap, missa vinnuna, o.s.frv. Ég var sjálfur á leiðinni út úr minni vinnu og fékk loksins ríkisborgararétt í hendur u.þ.b. þremur vikum áður en ég hefði átt að sækja um nýtt dvalarleyfi (og vonandi fá það veitt) eða yfirgefa landið. Ekki var hægt að bíða í mínu tilviki og ég get auðveldlega ímyndað mér að önnur voru í miklu verri stöðu, þar sem ég nýt þeirra forréttinda að koma frá lýðræðislegu landi. (Dómsmálaráðuneytið veit þetta nú þegar þar sem upplýsingar um mig og aðra umsækjendur láku til þeirra frá Útlendingastofnun). Vissulega voru sumir umsækjendur afslappaðir, en það að maður dvelji ekki ólöglega í landinu þýðir ekki að lífið sé bara hress ekkert stress. Þessi fullyrðing sýnir hversu fáfróður meirihluti okkar þings er um raunveruleika þessara umsækjanda. Það að fjármálaráðherra skuli þykjast láta sig innflytjendur varða með þessum hætti er næstum eins skammarlegt og framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli. „Hvað með umsækjendur?“ spyr hann vitandi að honum var sama um okkur þangað til það hentaði honum. Okkar þingfulltrúar hafa tekið skýra afstöðu, þess vegna skal ég líka. Sem umsækjandi harma þessa taktík fjármálaráðherra og fordæmi þau skilaboð sem þingið hefur sent til mín og allra annarra umsækjanda að boðlegt sé að brjóta á okkur. Höfundur er bara einhver útlendingur sem veit ekkert hvað hann er að tala um.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar