Handbolti

Fær kona brott­vísun fyrir það sem karla­þjálfarar komast upp með?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Guðmundsdóttir hefur stýrt HK-liðinu í síðustu leikjum. Hér ræðir hún við Halldór Harra Kristjánsson.
Kristín Guðmundsdóttir hefur stýrt HK-liðinu í síðustu leikjum. Hér ræðir hún við Halldór Harra Kristjánsson. Vísir/Hulda Margrét

Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni.

„Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar.

Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli.

Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu.

Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín.

„Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað.

„Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava.

„Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir.

„Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava.

„Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi JóhFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.