Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott! Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 29. mars 2023 09:01 Veröld blekkinga hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. Í umræddri mánaðarskýrslu er farið yfir þróun nokkurra hagstærða á leigumarkaði. Hafa skýrsluhöfundar leitað fanga til sérvalinna tímabila sem virðist miða að því að útskýra þróun verðmyndunar á leigumarkaði með ósannindum. Sérstaklega virðist tilvísun í leigumarkaðskönnum sem stofnunin lét gera fyrir sig vera brennd sama marki. Þrátt fyrir að stofnunin haldi sjálf úti einu marktæka mælitækinu um leigumarkaðinn þá velja skýrsluhöfundar að nota áðurnefnda leigumarkaðskönnun sem tæki til að lýsa aðstæðum. Hið níðþrönga samhengi Við lestur skýrslunnar, einfalda skoðun og samanburð á gögnum stofnunarinnar, en ekki síður samanburð við gögn annarra stofnana kemur fljótt í ljós að tilgangur skýrslunnar er ekki að draga upp raunsanna mynd af leigumarkaðnum. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem stofnunin hefur gerst sek um að draga fram staðreyndir í mjög þröngu samhengi eða túlka niðurstöður í vafasömum tilgangi. Húsnæðis og mannvirkjastofnun er arftaki Íbúðalánasjóðs og hugsanlega hafa starfshættir eftirhrunsárana erfst að einhverju leyti þrátt fyrir nafnabreytingu. Eitt það allra miklivægasta sem snertir velferð leigjenda sem búa við gríðarlegan húsnæðisskort og arfaslaka réttar- og samningsstöðu er þróun á húsaleigu, því hún er það sem skilur á milli feigs og ófeigs hjá þeim. Það er húsaleigan sem segir okkur með hvað skýrustum hætti hvað það er sem leigjendur búa við, hún er það sem kristallar húsnæðisskortinn og hina slöku samnings- og réttarstöðu. Bara leikur að tölum Það er nauðsynlegt að opinber framsetning á þróun húsaleigu sé sönn og heiðarleg. Því er hinsvegar ekki að fagna í umræddri mánaðarskýrslu. Stofnunin segir til dæmis í upphafskafla um leigumarkaðinn að meðal-húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 183.000 krónur á mánuði í fyrra, þrátt fyrir að mæld húsaleiga samkvæmt þeirra eigin verðsjá hafi verið 226.000 krónur. Þarna munar tæpum tuttugu og fjórum prósentum. Jafnvel þrátt fyrir að verðsjá húsaleigu mæli húsaleigu sem er tugum prósent lægri en raunleiga þá velja skýrsluhöfundar að hefja greiningu sína á þessum nótum. Að sama skapi þá segja skýrsluhöfundar að miðað við þær tölur hafi húsaleiga lækkað að raunvirði frá árinu 2019. Það er af hentugleika að tímabil heimsfaraldurs er látið skýra út samfylgni verðlags og húsaleigu. Samanburður á þróun verðlags og húsaleigu frá árinu 2019 sýnir hinsvegar að einungis hefur munað einu prósentustigi á þróun verðlags og húsaleigu og því um hverfandi raunlækkun að ræða skv verðsjánni, sem vel að merkja mælir lægri leigu. Þannig hefur raunleiga hækkað mun meira en verðlag á þessu tímabili. En ef litið er lengra aftur í tímann þá fáum við raunsanna mynd af þróun húsaleigu því frá árinu 2011 (þegar yfirstandandi þróun á húsaleigu hófst) hefur hún hækkað 127% umfram verðlag. Þrátt fyrir þá staðreynd er ítrekað að finna dæmi sem ýta undir hugmyndir um að innistæða sé fyrir frekari hækkun á húsaleigu í framsetningu stofnunarinnar. Þetta viðhorf kemur fram í skýrslum, svörum og yfirlýsingum hennar en jafnfram líka starfshópa sem heyra undir sama ráðuneyti. Aðalhagfræðingur stofnunarinnar sagði til dæmis nýlega í viðtali að ástandið á leigumarkaði væri “furðu gott” og taldi upp sömu rangindin sem höfð eru frammi í skýrslunni. Húsaleiga hefur hækkað sjö sinnum meira á Íslandi en á meginlandinu Það er ekki bara farið rangt með heldur hefur Húsnæðis og mannvirkjastofnun stutt rækilega við hættulega þróun húsaleigu með ummælum sínum. Ítrekað hafa fulltrúar hennar komið fram þær skoðanir að innistæða sé fyrir hækkun húsaleigu vegna þess hve samfylgni hennar við markaðsverð á fasteignum í heimsfaraldrinum minnkaði. Þessi skoðun er enn önnur þráhyggjan fyrir því að húsaleiga skuli lúta lögmálum fákeppnis og okurmarkaðar þrátt fyrir félagslegar hamfarir sem það veldur. En ef við skoðum forsendur fyrir þeirri samfylgni. Staðreyndin er sú að samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum undanfarin áratug verið allt að sjöfalt meiri á Íslandi en á meginlandi Evrópu. En þrátt fyrir það hafa ráðamenn og fulltrúar þeirra ásamt hagsmunaaðilum á húsnæðismarkaði undanfarið gefið það sterkt til kynna innistæða sé fyrir frekari hækkunum á næstunni. Það er hinsvegar ekkert sem réttlætir hækkun á húsaleigu hvorki í samhengi verðlags eða fasteignaverðs. Glórulaust og hættulegt ástand Það er líklegt að almenningur sé farin að átta sig á því að krafa um hina sér-íslensku samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum sé glórulaus og hættuleg velferð þeirra 45.000 heimila sem búa á leigumarkaði. Það er þess vegna ekki ólíklegt að stjórnvöld húsnæðismála hafi ákveðið að skipta um kúrs og byrja jafnframt að afbaka staðreyndir um húsaleigu og samfylgni við verðlag með sérvöldum tímabilum og notkun á glórulausum tölum um húsaleigu. Það er kominn tími á að rekja upp þessa þvælu því hún ógnar velferð heimila á leigumarkaði. Dæmin hér að ofan eru einungis ein af mörgum um villandi, ranga og blekkjandi framsetningu stofnunarinnar um stöðuna á leigumarkaði. En af hverju? Hverra hagsmuna er Húsnæðis og mannvirkjastofnun að gæta? Er Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Veröld blekkinga hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. Í umræddri mánaðarskýrslu er farið yfir þróun nokkurra hagstærða á leigumarkaði. Hafa skýrsluhöfundar leitað fanga til sérvalinna tímabila sem virðist miða að því að útskýra þróun verðmyndunar á leigumarkaði með ósannindum. Sérstaklega virðist tilvísun í leigumarkaðskönnum sem stofnunin lét gera fyrir sig vera brennd sama marki. Þrátt fyrir að stofnunin haldi sjálf úti einu marktæka mælitækinu um leigumarkaðinn þá velja skýrsluhöfundar að nota áðurnefnda leigumarkaðskönnun sem tæki til að lýsa aðstæðum. Hið níðþrönga samhengi Við lestur skýrslunnar, einfalda skoðun og samanburð á gögnum stofnunarinnar, en ekki síður samanburð við gögn annarra stofnana kemur fljótt í ljós að tilgangur skýrslunnar er ekki að draga upp raunsanna mynd af leigumarkaðnum. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem stofnunin hefur gerst sek um að draga fram staðreyndir í mjög þröngu samhengi eða túlka niðurstöður í vafasömum tilgangi. Húsnæðis og mannvirkjastofnun er arftaki Íbúðalánasjóðs og hugsanlega hafa starfshættir eftirhrunsárana erfst að einhverju leyti þrátt fyrir nafnabreytingu. Eitt það allra miklivægasta sem snertir velferð leigjenda sem búa við gríðarlegan húsnæðisskort og arfaslaka réttar- og samningsstöðu er þróun á húsaleigu, því hún er það sem skilur á milli feigs og ófeigs hjá þeim. Það er húsaleigan sem segir okkur með hvað skýrustum hætti hvað það er sem leigjendur búa við, hún er það sem kristallar húsnæðisskortinn og hina slöku samnings- og réttarstöðu. Bara leikur að tölum Það er nauðsynlegt að opinber framsetning á þróun húsaleigu sé sönn og heiðarleg. Því er hinsvegar ekki að fagna í umræddri mánaðarskýrslu. Stofnunin segir til dæmis í upphafskafla um leigumarkaðinn að meðal-húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 183.000 krónur á mánuði í fyrra, þrátt fyrir að mæld húsaleiga samkvæmt þeirra eigin verðsjá hafi verið 226.000 krónur. Þarna munar tæpum tuttugu og fjórum prósentum. Jafnvel þrátt fyrir að verðsjá húsaleigu mæli húsaleigu sem er tugum prósent lægri en raunleiga þá velja skýrsluhöfundar að hefja greiningu sína á þessum nótum. Að sama skapi þá segja skýrsluhöfundar að miðað við þær tölur hafi húsaleiga lækkað að raunvirði frá árinu 2019. Það er af hentugleika að tímabil heimsfaraldurs er látið skýra út samfylgni verðlags og húsaleigu. Samanburður á þróun verðlags og húsaleigu frá árinu 2019 sýnir hinsvegar að einungis hefur munað einu prósentustigi á þróun verðlags og húsaleigu og því um hverfandi raunlækkun að ræða skv verðsjánni, sem vel að merkja mælir lægri leigu. Þannig hefur raunleiga hækkað mun meira en verðlag á þessu tímabili. En ef litið er lengra aftur í tímann þá fáum við raunsanna mynd af þróun húsaleigu því frá árinu 2011 (þegar yfirstandandi þróun á húsaleigu hófst) hefur hún hækkað 127% umfram verðlag. Þrátt fyrir þá staðreynd er ítrekað að finna dæmi sem ýta undir hugmyndir um að innistæða sé fyrir frekari hækkun á húsaleigu í framsetningu stofnunarinnar. Þetta viðhorf kemur fram í skýrslum, svörum og yfirlýsingum hennar en jafnfram líka starfshópa sem heyra undir sama ráðuneyti. Aðalhagfræðingur stofnunarinnar sagði til dæmis nýlega í viðtali að ástandið á leigumarkaði væri “furðu gott” og taldi upp sömu rangindin sem höfð eru frammi í skýrslunni. Húsaleiga hefur hækkað sjö sinnum meira á Íslandi en á meginlandinu Það er ekki bara farið rangt með heldur hefur Húsnæðis og mannvirkjastofnun stutt rækilega við hættulega þróun húsaleigu með ummælum sínum. Ítrekað hafa fulltrúar hennar komið fram þær skoðanir að innistæða sé fyrir hækkun húsaleigu vegna þess hve samfylgni hennar við markaðsverð á fasteignum í heimsfaraldrinum minnkaði. Þessi skoðun er enn önnur þráhyggjan fyrir því að húsaleiga skuli lúta lögmálum fákeppnis og okurmarkaðar þrátt fyrir félagslegar hamfarir sem það veldur. En ef við skoðum forsendur fyrir þeirri samfylgni. Staðreyndin er sú að samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum undanfarin áratug verið allt að sjöfalt meiri á Íslandi en á meginlandi Evrópu. En þrátt fyrir það hafa ráðamenn og fulltrúar þeirra ásamt hagsmunaaðilum á húsnæðismarkaði undanfarið gefið það sterkt til kynna innistæða sé fyrir frekari hækkunum á næstunni. Það er hinsvegar ekkert sem réttlætir hækkun á húsaleigu hvorki í samhengi verðlags eða fasteignaverðs. Glórulaust og hættulegt ástand Það er líklegt að almenningur sé farin að átta sig á því að krafa um hina sér-íslensku samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum sé glórulaus og hættuleg velferð þeirra 45.000 heimila sem búa á leigumarkaði. Það er þess vegna ekki ólíklegt að stjórnvöld húsnæðismála hafi ákveðið að skipta um kúrs og byrja jafnframt að afbaka staðreyndir um húsaleigu og samfylgni við verðlag með sérvöldum tímabilum og notkun á glórulausum tölum um húsaleigu. Það er kominn tími á að rekja upp þessa þvælu því hún ógnar velferð heimila á leigumarkaði. Dæmin hér að ofan eru einungis ein af mörgum um villandi, ranga og blekkjandi framsetningu stofnunarinnar um stöðuna á leigumarkaði. En af hverju? Hverra hagsmuna er Húsnæðis og mannvirkjastofnun að gæta? Er Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun