Hamarshöllin – áfram gakk Sandra Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2023 15:31 Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun