Gefum íslensku séns! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. mars 2023 14:00 Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Íslensk tunga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun