Viðskipti innlent

Lands­bankinn greiðir 8.500 milljónir í arð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða í fyrra.
Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða í fyrra. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur samþykkt að greiða hluthöfum 8.504 milljónir í arð. Heildararðgreiðslur bankans síðustu tíu ár nema 175,1 milljarði króna.

Bankinn samþykkti arðgreiðsluna á aðalfundi sínum í dag. Arðgreiðslan samsvarar um 50 prósent af hagnaði ársins árið 2022 og verður greiðslan tvískipt.

Landsbankinn er að 98,2 prósent í eigu ríkissjóðs, en Bankasýslan ríkisins fer með umsjá hlutafjárins. Á eftir kemur hlutafélagið Landsbankinn hf., en samkvæmt fyrirtækjaskrá fer Lilja Björk Einarsdóttir með beina stjórnun hlutafélagsins, sem nýtt hefur verið með utanumhald á kaupum á eigin bréfum. 900 aðrir hluthafar fara með 0,2 prósent hlut í bankanum.

Á aðalfundinum var einnig samþykkt að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 yfir í hið nýja húsnæði, Reykjastræti 6.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.