Ert þú 1 af 5? Kristófer Már Maronsson skrifar 22. mars 2023 14:30 Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Það er ekki algengt að sjóðfélagar fái að kjósa sér stjórn. Þess vegna er það vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess. Áhyggjulaust ævikvöld Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnar að marka stefnu sjóðsins til þess að tryggja lágmarksávöxtun á lífeyrissparnað sjóðfélaga. Ég mun leggja höfuðáherslu á að ná sem mestri ávöxtun á sparnað sjóðfélaga. Þegar fólk hefur lagt sig fram um að vinna í þágu samfélagsins í tugi ára, finnst mér eðlilegt að því sé gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, hið minnsta hvað varðar innkomu. Það gerist ekki, nema við setjum það á oddinn að tryggja viðeigandi ávöxtun - en ég vil ekki setja punktinn þar. Þín eigin fjárfestingarstefna Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Ég vil auka frelsi sjóðfélaga til þess að ákveða hvernig séreignarsparnaði er fjárfest, a.m.k. þeirra sem hafa áhuga á því. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver og einn sjóðfélagi geti sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili. Slík breyting hefur hvorki áhrif á samtryggingasjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Útfærslan sem ég hef í huga er tiltölulega einföld og verður að sjálfsögðu unnin í samvinnu við starfsfólk sjóðsins og aðra haghafa. Lífeyrissparnaður er líklega næststærsta fjárfesting æviskeiðsins á eftir fasteign hjá flestum og þessi breyting mun að mínu mati auka áhuga fólks á lífeyrissparnaði - sem er þriðji og síðasti punkturinn. Vekja áhuga fólks á lífeyrismálum Fæstir hafa mikinn áhuga á lífeyrismálum, en lífeyrissparnaður á einni starfsævi er líklega á bilinu 40-100 m.Kr. fjárfesting hjá flestum á núverandi verðlagi, þar af 15-35 m.kr. í séreignarsparnað hjá þeim sem kjósa að spara aukalega. Málshátturinn „Í upphafi skyldi endinn skoða” á vel við um lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Hver getur kosið? Það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Allir geta athugað á mínum síðum á almenni.is hvort þeir hafi kosningarétt. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem kosningar fara fram 22.-29 mars - smelltu hér til að kjósa . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Það er ekki algengt að sjóðfélagar fái að kjósa sér stjórn. Þess vegna er það vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess. Áhyggjulaust ævikvöld Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnar að marka stefnu sjóðsins til þess að tryggja lágmarksávöxtun á lífeyrissparnað sjóðfélaga. Ég mun leggja höfuðáherslu á að ná sem mestri ávöxtun á sparnað sjóðfélaga. Þegar fólk hefur lagt sig fram um að vinna í þágu samfélagsins í tugi ára, finnst mér eðlilegt að því sé gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, hið minnsta hvað varðar innkomu. Það gerist ekki, nema við setjum það á oddinn að tryggja viðeigandi ávöxtun - en ég vil ekki setja punktinn þar. Þín eigin fjárfestingarstefna Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Ég vil auka frelsi sjóðfélaga til þess að ákveða hvernig séreignarsparnaði er fjárfest, a.m.k. þeirra sem hafa áhuga á því. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver og einn sjóðfélagi geti sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili. Slík breyting hefur hvorki áhrif á samtryggingasjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Útfærslan sem ég hef í huga er tiltölulega einföld og verður að sjálfsögðu unnin í samvinnu við starfsfólk sjóðsins og aðra haghafa. Lífeyrissparnaður er líklega næststærsta fjárfesting æviskeiðsins á eftir fasteign hjá flestum og þessi breyting mun að mínu mati auka áhuga fólks á lífeyrissparnaði - sem er þriðji og síðasti punkturinn. Vekja áhuga fólks á lífeyrismálum Fæstir hafa mikinn áhuga á lífeyrismálum, en lífeyrissparnaður á einni starfsævi er líklega á bilinu 40-100 m.Kr. fjárfesting hjá flestum á núverandi verðlagi, þar af 15-35 m.kr. í séreignarsparnað hjá þeim sem kjósa að spara aukalega. Málshátturinn „Í upphafi skyldi endinn skoða” á vel við um lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Hver getur kosið? Það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Allir geta athugað á mínum síðum á almenni.is hvort þeir hafi kosningarétt. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem kosningar fara fram 22.-29 mars - smelltu hér til að kjósa .
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar