Staðan í makrílviðræðunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2023 14:00 Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun