Alltaf aftast í röðinni Atli Þór Fanndal skrifar 22. mars 2023 12:31 Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Þór Fanndal Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun