Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Seðlabankinn rökstyður hækkunina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, munu rökstyðja stýrivaxtahækkunina.
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, munu rökstyðja stýrivaxtahækkunina. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eitt prósentustig.

Um var að ræða tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Hækkunin þýðir að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósent í 7,5 prósent.

Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í morgun segir að verðbólguþrýstingur haldi áfram að aukast og verðhækkanir nái til æ fleiri þátta. Verðbólga mælist nú 10,2% og undirliggjandi verðbólga er 7,2%. Verðbólguvæntingar til lengri tíma séu að mati nefndarinnar enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafi lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Útlit sé fyrir að verðbólga verði meiri á næstunni en spáð var í febrúar þótt hægt hafi á húsnæðismarkaði.

Við þessar aðstæður sé mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið sé til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga. Peningastefnunefnd muni beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×