Handbolti

Óðinn langmarka­hæstur í sigri Kadet­ten og Teitur og fé­lagar völtuðu yfir Ben­fi­ca

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór var magnaður í kvöld.
Óðinn Þór var magnaður í kvöld. Kadetten

Óðinn Þór Rikharðsson átti algjörlega frábæran leik fyrir Kadetten Schaffhausen er liðið vann öruggan sex marka sigur gegn sænska liðinu Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 38-32. Á sama tíma unnu Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg 13 marka risasigur gegn Benfica, 26-39.

Óðinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 14 mörk fyrir Kadetten í kvöld. Hann þurfti ekki nema 15 skot til að skora þessi 14 mörk, en sjö af mörkunum komu af vítapunktinum.

Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Óðinn og félagar tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu með fjórum möekum þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir náðu aldrei að brúa bilið í síðari hálfleik og niðurstaðan varð að lokum sex marka sigur Kadetten, 38-32.

Á sama tíma unnu Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg afar öruggan 13 marka útisigursigur gegn Benfica, 26-39.

Íslendingaliðin Kadetten Schaffhausen og Flensburg eru því í ansi góðum málum fyrir seinni leikina sem fara fram að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×