Hjartað á réttum stað í mannréttindum Eva Einarsdóttir skrifar 21. mars 2023 13:30 Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun