Rannsaka fall Kísildalsbankans Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 18:47 Silicon Valley Bank í Kaliforníu lánaði meðal annars tækni- og sprotafyrirtækjum. Yfirvöld tóku hann yfir í skugga áhlaups í síðustu viku. AP/Jeff Chiu Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. Fjármálafyrirtæki réttu úr kútnum á hlutabréfamörkuðum í dag eftir dýfu sem þau tóku í kjölfar falls SVB á föstudag og Signature Bank, minni banka í New Jersey, um helgina. Fall bankanna hefur verið tengt við nýlegar tilslakanir á reglum um fjármálastofnanir af þeirra stærð og þeir hafi farið flatt á viðskiptum með skuldabréf vegna síhækkandi vaxta. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að sakamálarannsókn sé hafin á falli SVB hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Sú rannsókn sé þó eðli málsins samkvæmt á frumstigum. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) lýsti því yfir strax um helgina að það ætlaði að fara ofan í saumana á því sem gekk á hjá bönkunum tveimur og bandaríski seðlabankinn sömuleiðis. Fram hefur komið að sjóður í eigu Gregs Becker, forstjóra SVB, hafi selt hlutabréf í bankanum fyrir 3,6 milljónir dollara, jafnvirði um 506 milljóna íslenskra króna, á sama tíma og gengi hans féll seint í febrúar. Becker var á meðal fjölda háttsettra bankamanna sem þrýstu á Bandaríkjaþing að slaka á reglum um fjármálastofnanir sem voru settar eftir bankahrunið árið 2018. Hópmálsókn gegn móðurfélagi SVB, forstjóra og fjármálastjóra er nú í undirbúningi. Forsenda þess er að félagið hafi ekki gert fjárfestum grein fyrir hættunni sem vaxtahækkanir hefðu á rekstur bankans. Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálafyrirtæki réttu úr kútnum á hlutabréfamörkuðum í dag eftir dýfu sem þau tóku í kjölfar falls SVB á föstudag og Signature Bank, minni banka í New Jersey, um helgina. Fall bankanna hefur verið tengt við nýlegar tilslakanir á reglum um fjármálastofnanir af þeirra stærð og þeir hafi farið flatt á viðskiptum með skuldabréf vegna síhækkandi vaxta. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að sakamálarannsókn sé hafin á falli SVB hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Sú rannsókn sé þó eðli málsins samkvæmt á frumstigum. Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) lýsti því yfir strax um helgina að það ætlaði að fara ofan í saumana á því sem gekk á hjá bönkunum tveimur og bandaríski seðlabankinn sömuleiðis. Fram hefur komið að sjóður í eigu Gregs Becker, forstjóra SVB, hafi selt hlutabréf í bankanum fyrir 3,6 milljónir dollara, jafnvirði um 506 milljóna íslenskra króna, á sama tíma og gengi hans féll seint í febrúar. Becker var á meðal fjölda háttsettra bankamanna sem þrýstu á Bandaríkjaþing að slaka á reglum um fjármálastofnanir sem voru settar eftir bankahrunið árið 2018. Hópmálsókn gegn móðurfélagi SVB, forstjóra og fjármálastjóra er nú í undirbúningi. Forsenda þess er að félagið hafi ekki gert fjárfestum grein fyrir hættunni sem vaxtahækkanir hefðu á rekstur bankans.
Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00
Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16
Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49