Hvað er að gerast í ASÍ? Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2023 10:31 Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Saga Alþýðusambands Íslands sem er rúmlega 100 ára segir sína sögu og staðfestir dug og þor þeirra sem komið hafa að málum í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll helstu réttindamálin í dag hafa komið vegna samstöðu og þrautseigju launafólks og forystu ASÍ. Undirrituð er formaður í mjög vaxandi stéttarfélagi á landsbyggðinni sem telur 3-4000 félagsmenn. Það er umfangsmikið, krefjandi og skemmtilegt starf að vinna að hagsmunum launafólks. Forystufólk í stéttarfélögunum vinnur ekki einsamalt. Í Bárunni, stéttarfélagi er mikið af góðu fólki. Stjórn, trúnaðarmenn og félagsmenn eru ósérhlífið fólk sem mætir oftast eftir erfiðan vinnudag á fundi þar sem félagslegar ákvarðanir eru teknar. Að ógleymdu því starfsfólki sem vinnur á skrifstofum félaganna. Það er verið að vinna mikið og gott starf í félögum alls staðar á landinu. Eins og áður hefur verið komið inn á eru verkefnin margþætt en snúa öll að því að finna leiðir til þess að bæta og lagfæra kjör félagsmanna sem enda fyrri dómstólum ef með þarf. Styrkur hreyfingarinnar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi félagsmanna og starfsmanna félaganna unnið af sameiginlegum hagsmunamálum fyrir félögin og samböndin í stórum og litlum hópum. Afrakstur þessarar vinnu er ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu og hverjir unnu að málum. Árangurinn sést út um allt samfélagið meðal annars í bættum kjörum, í lagaumhverfinu og í félagslega kerfinu. Við eigum að vera stolt af þessu fólki og vinnu þeirra þó mikið sé óunnið. Því miður hafa önnur mál dregið úr þeim krafti og það eru innibyrgðis átök inn hreyfingarinnar. Fórnarlömb innibyrgðs átaka verkalýðshreyfingarinnar er láglaunafólk. Að vera í opinberum fjölmiðlaslag innan okkar eigin félaga skilar ekki neinum árangri fyrir launafólk. Að sitja stöðugt undir því að verkalýðshreyfingin hafi aldrei gert neitt og allir sem koma þar af málum, starfsmenn, stjórnendur, trúnaðarmenn og fl. sem eru félagsmenn stéttarfélaganna séu óalandi og óferjandi. Þessi síendurtekni málflutningur sem einkennist af ofbeldi, rangfærslum og slagorðum á sér enga stoð. Á samfélagsmiðlum viðgengst áróður og rýrð kastað á fólk sem síst skyldi. Fjölmiðlar hafa nært umræðuna oftar en ekki án þess að vera gagnrýnir á þennan málflutning. Umræðan er oft á því plani að þetta er ekki svaravert. Það er búin til einhver mynd af persónum og leikendum sem stenst engan vegin. Það er vegið að mannorði fólks og einhverjar skrýtnar samsæriskenningar í gangi, stór innantóm orð. Þessi málflutningur er ekkert annað en ofbeldi og lítilsvirðing af verstu gerð. Það virðist vera lítil stemming fyrir málefnalegri og faglegri umræðu og einhvern veginn virðast allir standa á öndinni að fylgjast með þessum sirkus, sem harðlínuöfl halda á floti. Að hafa verið starfandi formaður frá 2010 og unnið innan hreyfingarinnar frá 2001 er mér alveg fyrirmunað að skilja hvernig svona málflutningur geti fengið hljómgrunn almennt séð. Ekki hafa komið stórir sigrar fyrir launafólk út úr þessari orðræðu. Þetta eru hrein hryðjuverk. Frumvarp sjálfstæðismanna um félagsaðild er afraksturinn af þessu öllu. Það verður okkar hlutverk á næstu misserum að verja vinnumarkaðsmódelið. Lögfræðingar keppast við að túlka hlutina hver ofan í annann og dómstólar hafa nóg að gera að finna út úr málum. Einhver sameiginlegur skilningur og sátt er rokin út í veður og vind. Fólk í verkalýðshreyfingunni kemur og fer en alltaf heldur baráttan fyrir góðum málum áfram, styrkurinn hefur verið samstaða, hugmyndafræðin og skoðanaskipti þar sem fólk ræðir sig niður á niðurstöðu. Oft hafa verið átök en niðurstaðan verið okkar félagsmönnum til heilla sem skiptir öllu máli. Um áramót er alltaf spiluð saga Alþýðusambandsins. Maður fyllist stolti að horfa á þá sigra og þau réttindamál sem við höfum náð á þessum rúmlega 100 árum. Stærstu réttindamálin í dag er komin til vegna baráttu alls launafólks í gegnum tíðina en ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja einstaklinga sem virðast hafa fundið upp Verkalýðshreyfinguna. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Saga Alþýðusambands Íslands sem er rúmlega 100 ára segir sína sögu og staðfestir dug og þor þeirra sem komið hafa að málum í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll helstu réttindamálin í dag hafa komið vegna samstöðu og þrautseigju launafólks og forystu ASÍ. Undirrituð er formaður í mjög vaxandi stéttarfélagi á landsbyggðinni sem telur 3-4000 félagsmenn. Það er umfangsmikið, krefjandi og skemmtilegt starf að vinna að hagsmunum launafólks. Forystufólk í stéttarfélögunum vinnur ekki einsamalt. Í Bárunni, stéttarfélagi er mikið af góðu fólki. Stjórn, trúnaðarmenn og félagsmenn eru ósérhlífið fólk sem mætir oftast eftir erfiðan vinnudag á fundi þar sem félagslegar ákvarðanir eru teknar. Að ógleymdu því starfsfólki sem vinnur á skrifstofum félaganna. Það er verið að vinna mikið og gott starf í félögum alls staðar á landinu. Eins og áður hefur verið komið inn á eru verkefnin margþætt en snúa öll að því að finna leiðir til þess að bæta og lagfæra kjör félagsmanna sem enda fyrri dómstólum ef með þarf. Styrkur hreyfingarinnar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi félagsmanna og starfsmanna félaganna unnið af sameiginlegum hagsmunamálum fyrir félögin og samböndin í stórum og litlum hópum. Afrakstur þessarar vinnu er ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu og hverjir unnu að málum. Árangurinn sést út um allt samfélagið meðal annars í bættum kjörum, í lagaumhverfinu og í félagslega kerfinu. Við eigum að vera stolt af þessu fólki og vinnu þeirra þó mikið sé óunnið. Því miður hafa önnur mál dregið úr þeim krafti og það eru innibyrgðis átök inn hreyfingarinnar. Fórnarlömb innibyrgðs átaka verkalýðshreyfingarinnar er láglaunafólk. Að vera í opinberum fjölmiðlaslag innan okkar eigin félaga skilar ekki neinum árangri fyrir launafólk. Að sitja stöðugt undir því að verkalýðshreyfingin hafi aldrei gert neitt og allir sem koma þar af málum, starfsmenn, stjórnendur, trúnaðarmenn og fl. sem eru félagsmenn stéttarfélaganna séu óalandi og óferjandi. Þessi síendurtekni málflutningur sem einkennist af ofbeldi, rangfærslum og slagorðum á sér enga stoð. Á samfélagsmiðlum viðgengst áróður og rýrð kastað á fólk sem síst skyldi. Fjölmiðlar hafa nært umræðuna oftar en ekki án þess að vera gagnrýnir á þennan málflutning. Umræðan er oft á því plani að þetta er ekki svaravert. Það er búin til einhver mynd af persónum og leikendum sem stenst engan vegin. Það er vegið að mannorði fólks og einhverjar skrýtnar samsæriskenningar í gangi, stór innantóm orð. Þessi málflutningur er ekkert annað en ofbeldi og lítilsvirðing af verstu gerð. Það virðist vera lítil stemming fyrir málefnalegri og faglegri umræðu og einhvern veginn virðast allir standa á öndinni að fylgjast með þessum sirkus, sem harðlínuöfl halda á floti. Að hafa verið starfandi formaður frá 2010 og unnið innan hreyfingarinnar frá 2001 er mér alveg fyrirmunað að skilja hvernig svona málflutningur geti fengið hljómgrunn almennt séð. Ekki hafa komið stórir sigrar fyrir launafólk út úr þessari orðræðu. Þetta eru hrein hryðjuverk. Frumvarp sjálfstæðismanna um félagsaðild er afraksturinn af þessu öllu. Það verður okkar hlutverk á næstu misserum að verja vinnumarkaðsmódelið. Lögfræðingar keppast við að túlka hlutina hver ofan í annann og dómstólar hafa nóg að gera að finna út úr málum. Einhver sameiginlegur skilningur og sátt er rokin út í veður og vind. Fólk í verkalýðshreyfingunni kemur og fer en alltaf heldur baráttan fyrir góðum málum áfram, styrkurinn hefur verið samstaða, hugmyndafræðin og skoðanaskipti þar sem fólk ræðir sig niður á niðurstöðu. Oft hafa verið átök en niðurstaðan verið okkar félagsmönnum til heilla sem skiptir öllu máli. Um áramót er alltaf spiluð saga Alþýðusambandsins. Maður fyllist stolti að horfa á þá sigra og þau réttindamál sem við höfum náð á þessum rúmlega 100 árum. Stærstu réttindamálin í dag er komin til vegna baráttu alls launafólks í gegnum tíðina en ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja einstaklinga sem virðast hafa fundið upp Verkalýðshreyfinguna. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun