VR þarf nýjan formann Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 13. mars 2023 15:01 Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun