Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Því skal haldið til haga að Viðar Örn er ekki að rembast á þessari mynd, þrátt fyrir að fyrirsögnin gæti gefið annað til kynna Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira