Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Því skal haldið til haga að Viðar Örn er ekki að rembast á þessari mynd, þrátt fyrir að fyrirsögnin gæti gefið annað til kynna Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins