Handbolti

Andri Snær: Við reyndum margt en það virkaði ekkert

Smári Jökull Jónsson skrifar
Andri Snær er þjálfari KA/Þór
Andri Snær er þjálfari KA/Þór Vísir/Hulda Margrét

Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í tapinu gegn HK í Olís-deild kvenna í dag.

„Við vorum arfaslakar í seinni hálfleik fyrst og fremst,“ byrjaði Andri Snær, þjálfari KA/Þórs, að segja í viðtali eftir leik.

„Fyrri hálfleikurinn var í sjálfum sér mjög fínn, þar vorum við að leysa þeirra framarlegu vörn býsna vel en síðan í seinni byrjum við með mjög hægan hraða. Við prófuðum ýmislegt til þess að leysa vörnina þeirra en það var ekkert sem virkaði,“ hélt Andri Snær áfram.

„Við vorum ekki að vinna einn á einn stöðurnar og á móti svona framarlegri vörn þá er það auðvitað lykilatriði til þess að hreyfa boltann. Ef þær ná ekki að vinna manninn sinn þá gerist lítið.“

„Við fórum síðan í sjö á sex en þær héldu samt áfram með þessa framarlegu og grimmu vörn og við áttum ekki svör, þetta var einfaldlega sanngjarn sigur HK,“ endaði Andri Snær á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×