Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton er ekki sáttur með Mercedes bílinn og fer ekkert í felur með það. Getty/Clive Mason/ Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton. Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira