Handbolti

„Vorum sjálfum okkur verstir í dag“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gunnar Magnússon er annar af landsliðsþjálfurum Íslands.
Gunnar Magnússon er annar af landsliðsþjálfurum Íslands. Vísir/Vilhelm

Gunnar Magnússon, annar af starfandi landsliðsþjálfurum Íslands, var vitaskuld svekktur eftir tapið í Tékklandi í kvöld. Hann segir 

„Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag, hann var alveg agalegur og í raun sama hvar á hann er litið. Það vantaði upp á agann. Við vissum að þeir myndu þétta vel á okkur, við ætluðum að fara meira út í breiddina og fá meira flot á boltann en við náum bara ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera,“ sagði Gunnar í viðtali sem birtist á RÚV eftir leik.

„Þetta var rosalega stirt og mikið hnoð. Við vorum sjálfum okkur verstir í dag.“

Eftir erfitt heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi var mikil umræða um frammistöðu liðsins. Í dag virtist vanta sjálfstraust í liðið.

„Frammistaðan sóknarlega er gífurleg vonbrigði. Að sama skapi eru vörn og markvarsla mjög jákvæð í dag. Við náum heldur ekki að keyra eins og við ætluðum að gera, náðum ekki að refsa og ég er óánægður með það. Sóknarlega erum við sjálfum okkur verstir og þetta var alls ekki nógu gott. Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við framkvæmdum það.“

Liðin mættast á ný á sunnudag. Ísland þarf að vinna með meira en fimm mörkum í þeim leik ætli liðið sér efsta sætið riðlinum. Það gæti verið mikilvægt ætli Ísland að eiga möguleika á að keppa um sæti á Ólympíuleikunum.

„Seinni leikurinn er eftir. Auðvitað er svekkjandi því við hefðum getað náð þessu niður í þrjú. Fimm mörk og við förum í Höllina á sunnudag, við getum snúið þessu við. Það er svo margt sem við getum lagað á mjög stuttum tíma.“

„Við þurfum núna að nýta tímann vel og laga þessa hluti því við getum miklu betur en þetta,“ sagði Gunnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×