Hjálpum ungmennum án skilyrða – Reset welfare Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:31 Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun