Háskólann vantar milljarð, núna! Rebekka Karlsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun