Ólögmæt framkoma stjórnvalda við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 6. mars 2023 14:01 Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Katrín Oddsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun