„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 15:30 Yaroslava Mahuchikh og Kateryna Tabashnyk höfðu ástæðu til að gleðjast eftir gull og brons á EM í gær. Getty/Hakan Akgun Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni. Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð