Körfubolti

Lög­málið: „Er eitt­hvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anthony Edwards og Julius Randle eru búnir að vera frábærir.
Anthony Edwards og Julius Randle eru búnir að vera frábærir. vísir/getty

Það eru líflegar umræður í Lögmáli leiksins í kvöld en menn eru ekki á eitt sáttir um hver sé búinn að vera besti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Leifur Steinn Árnason og Maté Dalmay sjá stöðu Anthony Edwards og Julius Randle ekki sömu augum.

„Julius Randle er klárlega búinn að vera besti leikmaðurinn í þessu einvígi,“ segir Leifur Steinn við litlar undirtektir annarra í settinu.

Klippa: Lögmálið: Rifist um Timberwolves

„Julius Randle er búinn að vera geggjaður í þessari seríu og er eitthvað að því að hann sé búinn að vera aðeins betri en Anthony Edwards.“

Maté vildi fá Leif til að viðurkenna að Edwards væri besti leikmaður liðsins en hafði ekki erindi sem erfiði.

Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×