Dagur ristilkrabbameina 3. mars 2023 Sigurdís Haraldsdóttir skrifar 3. mars 2023 08:31 Í dag er alþjóðlegur dagur sem ætlað er að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og er við það að taka fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast hér á landi um 200 manns með ristilkrabbamein og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er á uppleið hjá ungu fólki og því var nýverið ákveðið að hefja skimun hjá fólki frá 45 ára aldri í Bandaríkjunum. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar fæddir árið 1980 eru tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Enn er ekki ljóst hvers vegna nýgengi eykst hjá ungu fólki en miklu fjármagni hefur verið varið í rannsóknir á þessu á síðustu árum erlendis. Forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið að mars skyldi opinberlega verða mánuður tileinkaður ristilkrabbameini. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum eða blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist upp úr 40 ára aldri hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Á Íslandi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini (hjá einstaklingum án einkenna og í meðaláhættu) og er hún nú loks í undirbúningi. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því því til árvekni meðal almennings og heimilslækna sem og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna, Sigurdís Haraldsdóttir Höfundur er yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur sem ætlað er að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og er við það að taka fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast hér á landi um 200 manns með ristilkrabbamein og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er á uppleið hjá ungu fólki og því var nýverið ákveðið að hefja skimun hjá fólki frá 45 ára aldri í Bandaríkjunum. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar fæddir árið 1980 eru tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Enn er ekki ljóst hvers vegna nýgengi eykst hjá ungu fólki en miklu fjármagni hefur verið varið í rannsóknir á þessu á síðustu árum erlendis. Forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið að mars skyldi opinberlega verða mánuður tileinkaður ristilkrabbameini. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum eða blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist upp úr 40 ára aldri hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Á Íslandi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini (hjá einstaklingum án einkenna og í meðaláhættu) og er hún nú loks í undirbúningi. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því því til árvekni meðal almennings og heimilslækna sem og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna, Sigurdís Haraldsdóttir Höfundur er yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun