Tók pabba sinn á orðinu og öll fjölskyldan er á leið til hennar á Final 4 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 15:01 Sandra Erlingsson er upplifa skemtilega tíma hjá þýska liðinu Metzingen í vetur. S2 Sport Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki hjá liði í Þýskalandi sem ætlar sér í Evrópukeppni og er komið í keppni hinna fjögurra fræknu í þýska bikarnum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira