Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­maður fjár­mála- og rekstrar­sviðs Fossa

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðrún Haraldsdóttir.
Heiðrún Haraldsdóttir. Vísir/Aldís Pálsdóttir

Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Heiðrúnu Haraldsdóttur sem forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs.

Í tilkynningu segir að Heiðrún sé með yfir tuttugu ára reynslu af fjármálastarfsemi. 

„Hún kemur til Fossa frá Arion banka þar sem hún starfaði sem rekstrarstjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. Áður starfaði hún á fjármálasviði Arion banka, m.a. í samstæðuuppgjöri og hagdeild. Heiðrún hefur einnig starfað sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka, sem rekstrarstjóri hjá Senu og fjármálastjóri Hér & Nú auglýsingastofu.

Heiðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MSc í fjármálum fyrirtækja,“ segir um Heiðrúnu. 

Fossar voru stofnaðir árið 2015 og þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×