Þetta er ekki eðlileg hegðun G. Andri Bergmann skrifar 28. febrúar 2023 22:01 Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar