Notendur með Anna Kristín Jensdóttir skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var sett upp notanda- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar þar sem sitja fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaðila fólks ásamt fulltrúum borgarinnar og ræða þau mál sem viðkoma fötluðu fólki. Sambærileg notendaráð eru um allt land enda lagaskylda að koma á slíkum samráðsvettvöngum. Í Reykjavík hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem geta reynst vel. Sem dæmi má nefna tvær nýlegar og einfaldar hugmyndir sem til umræðu eru á þessum samráðsvettvangi í Reykjavík. Í fyrsta lagi að svokölluð „sólblómahálsmen verði fáanleg í Húsdýragarðinum og í öðru lagi að upplýsingar um almennan opnunartíma innilauga verði aðgengilegur á heimasíðu borgarinnar. Fólk með ósýnilegar fatlanir eigi auðveldara með aðgengi Tilgangur sólblómahálsmenanna er að gera fólki með ósýnilegar fatlanir sem og fólki sem þarf aukið tillit auðveldara að fara um garðinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Stefnt er af því að þau verði til útláns í garðinum. Það mun auðvelda aðgengi að garðinum og vonandi verða til þess að fleiri geti notið þess að heimsækja hann. Slík sólblómabönd eru nú þegar fáanleg á Keflavíkurflugvelli og segja þau sem notað hafa böndin hafa góða reynslu af þeim. Tilgangur þess að varpa fram þessari hugmynd hér er ekki síst sá að fá fram umræðu um hvort fleiri opinberir staðir á borð við Hörpu tónlistarhús ættu að skoða það að taka upp þessa einföldu hugmynd sem auðveldar verulega aðgengi fatlaðs fólks. Hugmyndir þurfa ekki að vera flóknar Með því að hafa upplýsingar um opnunartíma innilauga í Reykjavík er auðveldara fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kulda að nýta sér sundlaugarnar þegar tækifæri gefst. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að sund getur gagnast einstaklingum með margs konar vanda bæði í þjálfunarskyni og til hreyfingar. Það er því mikilvægt að aðgengið sé sem oftast til staðar, en sé ekki háð veðri og vindum eða því að fólk sé að æfa sund reglulega á skipulögðum æfingum. Þessar hugmyndir eru dæmi um hugmyndir sem komið hafa frá fulltrúum í nefndinni sem náðst hefur að koma á framfæri. Jafnframt sýnir það mikilvægi þess að hafa notendurnar sjálfa með og fá til þess stuðning ef þeir þurfa. Höldum áfram að efla notendur og fáum þá með. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og varafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun