Um endurskoðun samgöngusáttmálans Helgi Áss Grétarsson skrifar 25. febrúar 2023 15:31 Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun