Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Karl Reynir Einarsson skrifar 25. febrúar 2023 08:01 Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. Áður en lengra er haldið er þó rétt að árétta eftirfarandi: Út frá þeirri þekkingu sem fyrir hendi er í dag er ekki hægt að mæla með notkun sílósíbíns við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algjörum undantekningartilvikum þar sem aðrar gagnreyndar meðferðir hafa reynst árangurslausar. Í þessum tilvikum myndi þurfa sérstök leyfi frá til þess bærum aðilum og meðferð undir þessum formerkjum hefur ekki verið í boði á Íslandi. Það er því miður svo að umræðan um sílósíbin er komin út á villugötur. Það er eitt að nota efni til að komast í vímu og annað að nota efni í meðferðarlegum tilgangi. Rítalin er t.d. notað við athyglisbresti og gagnast mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra, en það er líka misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verður hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það er þó alls ekki víst. Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós. Allt of margir þeirra sem glíma við geðraskanir fá ekki bót meina sinna þrátt fyrir að leita sér aðstoðar eftir hefðbundnum leiðum s.s. sálfræðimeðferð, lyfjum eða breyttum lífstíl. Það er því ekki að undra að þessir einstaklingar séu áhugasamir um nýjar leiðir sem mögulega gætu hjálpað. Hvernig er annað hægt? Því miður er hins vegar of lítið vitað um gagnsemi og áhættu þessarar meðferðar svo hægt sé að ráðleggja hana nema í sérstökum tilfellum eins og áður segir. Inni á heilbrigðisstofnun þar sem til staðar er fagfólk virðist hún áhættulítil. Hugvíkkandi efni geta hins vegar ýtt undir geðrof og valdið mikilli vanlíðan sem getur leitt til hörmulegra afleiðinga ef ekki er gripið inn í á réttan hátt. Notkun utan heilbrigðisstofnana þar sem ekki er til staðar fagfólk getur því verið hættuleg. Ég, eins og margir aðrir, fylgist með eftirvæntingu með þeim rannsóknum sem nú eru gerðar. Það er þó enn mikil óvissa. Það er vandasamt að framkvæma rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum og margt sem getur orðið til þess að efnið virðist hjálplegt þegar það er það e.t.v. ekki í raun og veru. Þess vegna þarf margar og stórar rannsóknir. Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við. Í dag er mikilvægast að við förum ekki fram úr okkur. Sölumenn snákaolíu eru víða og veikt fólk uppáhalds viðskiptavinirnir. Það er eðlilegt að þessu efni sé sýndur áhugi og ánægjulegt að sjá að hann nær til æðstu ráðamanna í landinu. Það gott að vita af því að þar er góður vilji og geta til að bæta geðheilbrigði þjóðarinnar. En þegar áhuginn er mikill, málefnið er gott og okkur liggur á, þá geta jafnvel vænstu menn villst af leið. Undanfarna daga hafa hugmyndir um rannsóknir á verkun sílósíbíns hjá föngum sem hafa lokið afplánun verið nokkuð í umræðunni. Til þess að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðilegra sjónarmiða – og vonandi enginn. Ég vona að sá áhugi sem geðheilbrigðismálum hefur verið sýndur haldi áfram. Verkefnin eru mörg og listinn langur. Ég vil þó nefna eitt mál sérstaklega sem mögulega hefur ekki verið haldið nógu vel á lofti, og er ég jafnsekur um það og aðrir: Við þurfum að gera átak í geðheilbrigðismálum aldraðra og við þurfum að leggja drög að því hér rísi öldrunargeðdeild. Á meðan við sjáum hvað kemur út úr rannsóknum á sílósíbíni á næstu árum þá gætum við byrjað á þessu. Við vitum að þetta þarf, að þetta hjálpar og er vandamál sem gerir ekkert annað en að stækka á meðan ekkert er að gert. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. Áður en lengra er haldið er þó rétt að árétta eftirfarandi: Út frá þeirri þekkingu sem fyrir hendi er í dag er ekki hægt að mæla með notkun sílósíbíns við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algjörum undantekningartilvikum þar sem aðrar gagnreyndar meðferðir hafa reynst árangurslausar. Í þessum tilvikum myndi þurfa sérstök leyfi frá til þess bærum aðilum og meðferð undir þessum formerkjum hefur ekki verið í boði á Íslandi. Það er því miður svo að umræðan um sílósíbin er komin út á villugötur. Það er eitt að nota efni til að komast í vímu og annað að nota efni í meðferðarlegum tilgangi. Rítalin er t.d. notað við athyglisbresti og gagnast mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra, en það er líka misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verður hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það er þó alls ekki víst. Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós. Allt of margir þeirra sem glíma við geðraskanir fá ekki bót meina sinna þrátt fyrir að leita sér aðstoðar eftir hefðbundnum leiðum s.s. sálfræðimeðferð, lyfjum eða breyttum lífstíl. Það er því ekki að undra að þessir einstaklingar séu áhugasamir um nýjar leiðir sem mögulega gætu hjálpað. Hvernig er annað hægt? Því miður er hins vegar of lítið vitað um gagnsemi og áhættu þessarar meðferðar svo hægt sé að ráðleggja hana nema í sérstökum tilfellum eins og áður segir. Inni á heilbrigðisstofnun þar sem til staðar er fagfólk virðist hún áhættulítil. Hugvíkkandi efni geta hins vegar ýtt undir geðrof og valdið mikilli vanlíðan sem getur leitt til hörmulegra afleiðinga ef ekki er gripið inn í á réttan hátt. Notkun utan heilbrigðisstofnana þar sem ekki er til staðar fagfólk getur því verið hættuleg. Ég, eins og margir aðrir, fylgist með eftirvæntingu með þeim rannsóknum sem nú eru gerðar. Það er þó enn mikil óvissa. Það er vandasamt að framkvæma rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum og margt sem getur orðið til þess að efnið virðist hjálplegt þegar það er það e.t.v. ekki í raun og veru. Þess vegna þarf margar og stórar rannsóknir. Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við. Í dag er mikilvægast að við förum ekki fram úr okkur. Sölumenn snákaolíu eru víða og veikt fólk uppáhalds viðskiptavinirnir. Það er eðlilegt að þessu efni sé sýndur áhugi og ánægjulegt að sjá að hann nær til æðstu ráðamanna í landinu. Það gott að vita af því að þar er góður vilji og geta til að bæta geðheilbrigði þjóðarinnar. En þegar áhuginn er mikill, málefnið er gott og okkur liggur á, þá geta jafnvel vænstu menn villst af leið. Undanfarna daga hafa hugmyndir um rannsóknir á verkun sílósíbíns hjá föngum sem hafa lokið afplánun verið nokkuð í umræðunni. Til þess að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðilegra sjónarmiða – og vonandi enginn. Ég vona að sá áhugi sem geðheilbrigðismálum hefur verið sýndur haldi áfram. Verkefnin eru mörg og listinn langur. Ég vil þó nefna eitt mál sérstaklega sem mögulega hefur ekki verið haldið nógu vel á lofti, og er ég jafnsekur um það og aðrir: Við þurfum að gera átak í geðheilbrigðismálum aldraðra og við þurfum að leggja drög að því hér rísi öldrunargeðdeild. Á meðan við sjáum hvað kemur út úr rannsóknum á sílósíbíni á næstu árum þá gætum við byrjað á þessu. Við vitum að þetta þarf, að þetta hjálpar og er vandamál sem gerir ekkert annað en að stækka á meðan ekkert er að gert. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun