Klúður! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 23. febrúar 2023 15:01 Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði. Forsagan er að meirihlutaflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu gríðarlega hækkun á fasteignasköttum í desember og tóku inn að fullu fasteignabóluna sem nýtt fasteignamat endurspeglaði. Jafnaðarmenn vöruðu við þessu og lögðu til að íbúðareigendur í Firðinum yrðu varðir fyrir þessar fasteignabólu í álagningu fasteignaskatta. Á það var ekki hlustað. Og helmingaskiptaflokkarnir skelltu við skollaeyrum. Ofurhækkun skyldi það vera. Þegar álagning lá svo fyrir og íbúðareigendur fóru að fá álagningarseðlana senda, þá kom einnig í ljós að hækkunin var enn meiri samtals í fasteignagjöldum, en ráð var fyrir gert. Margir bæjarbúar bentu á þetta misræmi. Þess vegna spurðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fyrir um málið og lögðu fram fyrirspurnir í bæjarráði þess efnis fyrir tæpum þremur vikum. Svarið kom síðan í morgun, fimmtudag 23.febrúar, á bæjarráðsfundi. Þá kom í ljós að meðaltalshækkun á fasteignagjöldum sem átti að vera 9,5%, eða skv. verðlagsþróun, reyndist 15,8%. Hringavitleysa Meirihlutaflokkarnir brugðust þó við þessari staðreynd sem jafnaðarmenn drógu fram og samþykktu með atkvæðum okkar jafnaðarmanna að færa niður álagningarprósentuna í fasteignaskatti til að mæta þessari ofurálagningu. Þeir hefðu betur hlustað á jafnaðarmenn í desember síðastliðnum. Þetta nýjasta klúður meirihlutans kemur ofan á einbeittan vilja þeirra til að hækka álögur á bæjarbúa í fasteignaskatti - byggðan á bóluhækkun. Hækkun í mati á verðlagningu fasteigna, sem er að ganga til baka við kólnun fasteignamarkaðarins. Jafnaðarmenn vilja hófsemd og réttlæti í skattamálum. Gagnsæi og sanngirni, enda þurfa bæjarfélög réttmætar skatttekjur til að standa undir betri velferðarþjónustu. Þessi hringavitleysa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á skatti á fasteignir á ekkert skylt við það. Þetta er einfaldlega klúður stjórnmálamanna sem hafa enga sýn, enda hækka skuldir bæjarins dag frá degi og velferðarþjónusta í fjárþörf. Það þarf að stokka upp spilin í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun